Það spáir rigningu alla næstu viku. Líklega situr maður bara og vefar drauma á draumavefarann. Um helgina ætla ég að huga að blómum og grænmeti heima hjá mér, skipta um mold á einhverjum blómum og færa rucolaplönturnar í kassa út á svalir. Rétt að koma við í blómaval á heimleiðinni og kaupa yfirbreiðsluplast. Svo ætla ég að halda áfram að lesa trílógíuna hans Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál blaðamann. Í gærkvöldi lauk ég við að lesa Mýrina eftir Arnald Indriðason og ég sé ekki betur en að Ísland hafi eignast alvöru krimmahöfund. Las Napóleonsskjölin um daginn, það er líka feikn góð flétta hjá Arnaldi, en þessi rann einhvern veginn betur. Er í vandræðum með photoshop í vinnunni og gengur hægt að koma nýju spurningaskránni um útileiki á koppinn.
Hallgerdur |
(0) comments
Námskeiðið er byrjað og við eigum alltaf að blogga áður en annað er gert. Salvör segir að þetta sé einkar hentugt ef maður er t.d. á mörgumstöðum og ætlar að skrá í tímaröð allt mögulegt sem gera þarf eða halda annál um. Ég fór heim úr vinnunni upp úr þrjú og ætlaði að freista þess að komast aðeins inn á draumavefarann áður en ég færi á námskeiðið - en viti menn heimatölvan mín neitaði þá að tengjast netinu og heimtaði þráfaldlega að ég endurskrifaði aðgangsorðið sem ég var með rétt frá byrjun, enda afar auðvelt. Tengingin var samt í lagi, það mátti heyra á hringingunum. Semsagt ekkert gerðist.
Hallgerdur |
(0) comments
Þá er kominn miðvikudagur 2. maí. Ég hef lítið komist í draumavefarann þessa daga síðan síðast. Unglingur á heimilinu hefur verið að gera ritgerð og þurft á tölvunni að halda. Mér fannst endilega að tíminn ætti að vera á fimmtudagskvöld en sá að þetta var miðvikudagskvöld þegar ég fór í vinnuna í morgun.
Hallgerdur |
(0) comments
Þá er kominn miðvikudagur 2. maí. Ég hef lítið komist í draumavefarann þessa daga síðan síðast. Unglingur á heimilinu hefur verið að gera ritgerð og þurft á tölvunni að halda. Mér fannst endilega að tíminn ætti að vera á fimmtudagskvöld en sá að þetta var miðvikudagskvöl dþegar ég fór í vinnuna í morgun.
Hallgerdur |
(0) comments