Hallgerður Gisladottir
Smákökur?
þá spyrja dægrin: hversvegna ertu hér,
hafrekið sprek á annarlegri strönd?
Eldri færslur
Krækjur
Annað
Tala látinna:

online colleges
föstudagur, maí 14, 2004
Ég er sannur royalisti og í morgun fór ég í Conditori Copenhagen til að kaupa brúðkaupstertu Fririks og Maríu Mac Donalds. Afgreiðslustúlkurnar voru með kórónur (líka terturnar) og allt í dönsku fánalitunum. Lifi Magga drottning!, aldrei get ég dásamað hana og allt hennar slekti nóg.
Saumaklúbburinn minn ætlar að hittast í síðkjólum eftir hádegið og eiga stund með téðri köku, kampavíni og sjónvarpsútsendingunni frá brúðkaupinu. Enda eigum við í Baldýringafélaginu Baugalín líklega eina íslenska fulltrúann í veislunni (fyrst að Óli situr sem fastast og geldur Davíð með því rauðan belg fyrir Heimastjórnargrána). Hann er ekki af verri endanum - frú Kristjana Motsfeld. Undanfarnar vikur - og þó sérstakleg síðustu daga höfum við stúlkurnar heima fylgst með athöfnum þeirra hjóna á meilinu - sem allar miða að því að verða okkur til sóma. Og svo mun verða - í morgun komu myndir af þeim eftir síðustu yfirhalningu sem fylltu okkur af stolti - og stoltar munum við ganga til þessa leiks.
Annað mál: samstarfskona mín sem tók að sér að verða gæslumaður hinna konunglegu terta í bílnum hjá mér í morgun sagði mér frá athyglisverðri þjóðfræðaathugun. Upp úr 1970 hafði hún gengið hnitmiðað og markvisst um Laugaveginn í því skyni að hlusta eftir því hvað fólk væri að tala um. Umræðuefnið var yfirleitt veikindi. Á dögunum endurtók hún könnunina í Smáralind og Kringlunni. Umræðuefnið var ferðalög. Hvað segir þetta okkur???
Látum við svo búið standa í bili....
Hallgerdur | (0) comments