Hallgerður Gisladottir
Smákökur?
þá spyrja dægrin: hversvegna ertu hér,
hafrekið sprek á annarlegri strönd?
Eldri færslur
Krækjur
Annað
Tala látinna:

online colleges
sunnudagur, október 17, 2004
Mig hefur lengi langað til að eignast góðar tengdadætur og barnabörn. Og í nótt dreymdi mig að ég ætti eina. Það var ekki á hreinu hvor sona minna hefði ektað þessa stúlku - þeir eru báðir gjafvaxta og á lausu. Þetta var annars fáránlega absúrd draumur. Stúlkukindin var lítil, frekar feit og hálsstutt, með netta kryppu, grett og fýld á að líta. Hún átti afmæli - eða eitthvað svoleiðis og af því tilefni var fullt af gestum í húsinu. Friðrik Sólness birtist í dyrunum og á eftir honum kona. Þau gengu um og heilsuðu öllum viðstöddum með löngu og innilegu handabandi. Síðan afhenti Friðrik afmælisbarninu gjöf. Það var ótótlegt franskbrauð og höfðu báðir endar verið rifnir af. Stúlkan varð enn fúlli við þetta. Þá benti Friðrik henni á að ekki væri allt sem sýndist, hún skyldi nú gá í brauðið. Hún tætti brauðið niður með offorsi og innan úr því kom - ljósbleikur göngumælir úr plasti. Stúlkan varð hvorki glöð né þakklát yfir gjöfinni - og ég dauðskammaðist mín fyrir hana.
Þar með var draumurinn búinn
Hallgerdur | (0) comments