Hallgerður Gisladottir
Smákökur?
þá spyrja dægrin: hversvegna ertu hér,
hafrekið sprek á annarlegri strönd?
Eldri færslur
Krækjur
Annað
Tala látinna:

online colleges
sunnudagur, maí 08, 2005
Hér á bæ hefur ýmislegt skeð síðan ég bloggaði síðast. Til dæmis er ég nú einni gallblöðru og nokkrum gallvegum (ekki fjallvegum) léttari. Og allnokkrum kílóum, því að ég hef varla getað étið fasta fæðu síðastliðnar tvær vikur. Á einni biðstofunni, síðdegis sl. þriðjudag, hafandi ekki komið neinu niður nema nokkrum sopum af epladjús þann daginn, sá ég mannskarn álpast á milli sætanna með kaffikrús og súkkulaði. Mér varð svo mikið um að berja þennan viðbjóð augum að minnstu munaði að ég kastaði upp yfir gömlu huggulegu konuna á móti mér. Svona er mér nú búið að líða og ég gæti sagt mergjaðar sögur af viðureign minni við heilbrigðiskerfið ef ég hefði bara orku til þess núna. Semsagt daginn sem ég ældi næstum á þá gömlu var ég lögð inn á skurðdeild Landsspítalans, þar vinnur sómafólk sem fóðraði mig á löngu tímabæru morfíni og á föstudaginn var ég svæfð og slitin úr mér bólgin og samgróin gallblaðra. Og nú er ég komin heim - en gleðin yfir því er galli blandin því að ér er ansi hreint þjökuð og þjáð ennþá. Kannski er ég með starfrænar garnaraskanir eða iðraólgu til viðbótar. Hver veit? Að minnst kostið eitthvað gölluð innan um mig. Best að hætta þessu svartagallsrausi, kannske á morgundagurinn eitthvað jákvætt handa mér.
Látum við svo búið standa.
Hallgerdur | (0) comments