Hallgerður Gisladottir
Smákökur?
þá spyrja dægrin: hversvegna ertu hér,
hafrekið sprek á annarlegri strönd?
Eldri færslur
Krækjur
Annað
Tala látinna:

online colleges
mánudagur, ágúst 15, 2005
Í gærkveldi hringdi Guðlaugur Jón upp úr sjö og dró okkur á frumsýningu hjá Stúdentaleikhúsinu á Rósinkrans og Gullinstjarna, Shakespeareútúrsnúningi eftir Tom Stoppard en þar leikur spúsa hans, Obba, Ófelíu - hún lék reyndar Nínu í Chekovútúrsnúningnum sem Stúdentaleikhúsið setti síðast á svið, stúlkan rétt óbyrjuð í leiklistarskólanum er búin að glansa í frægustu kvenhlutverkum samanlagðra leikbókmenntanna. Mikið þrekvirki hjá krökkunum sérstaklega þeim kumpánum sem voru á sviði alla sýninguna sem tók 2 1/2 klst, mánuð í æfingu og var ekki eytt krónu í. Rósinkrans og Gullinstjarna hvörfluðu stefnulausir og ráðalausir í tilvistarkreppu um sviðið og það var svínslega heitt í salnum. Þýðingin hjá Snorra Hergli var frábær á köflum og litlir brandarar úr ungmennaheiminum gerðu sig ágætlega - meðal annars kveðja úr nýlegu ættarmóti Hafstæðinga: ég er að fara í partý og svo í annað partý og svo á tónleika með Trabant - fökk.
Þetta er víst það sem Tom Stoppard er allra frægastur fyrir, en hann hefur skrifað tvö önnur leikrit sem eru útúrsnúningar á Shakespeare - við fórum að skoða hann á netinu þegar við komum heim og mundum þá að við höfðum séð eftir hann leikrit sem heitir: Hinn eini sanni Seppi og Stúdentaleikhúsið sýndi í Tjarnarbíói fyrir allmörgum árum síðan - það var krimmi og eftirminnilegt fyrir það að það lá dauður maður fremst á sviðinu þegar tjaldið var dregið frá, þar lá hann lengi lengi, lengi, lengi ... Nú fara vonandi að verða kvikmyndir sem horfandi er á eða leiksýningar til reiðu ef mann skyldi langa út. Það hefur ekki verið mikið um slíkt undanfarnar vikur og mánuði.
Látum við svo búið standa
Hallgerdur | (0) comments