Hallgerður Gisladottir
Smákökur?
þá spyrja dægrin: hversvegna ertu hér,
hafrekið sprek á annarlegri strönd?
Eldri færslur
Krækjur
Annað
Tala látinna:

online colleges
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
Undanfarið hef ég lesið einhver feikn og býsn enda lítið annað að gera. Ég er að hlusta á Grettis sögu í hljóðbók, endurnýjaðí í morgun kynnin við hin mögnuðu bernskubrek Grettis. Hætt er við því að Drangeyjarsundið væri ósynt hefði Ásmundur á Bjargi komið höndum yfir ritalín til að gefa stráknum. Ég var að klára Refinn rauða eftir Anthony Hyde í fyrrakvöld, ágætis njósnakrimmi um vinsælt söguefni; sannfærða kommúnista sem festast í því að erindast fyrir sovésk yfirvöld og afleiðingarnar sem þetta hefur fyrir þá og þeirra fólk. Sagan gerist upp úr 1980 en undarlegir atburðir í kring um söguhetjur bókarinnar leiða þær inn í njósnafortíð foreldranna og kemur þar margt óvænt í ljós - m.a. varðandi björgun Anastasíu Rómanov. Vel gerð flétta og virkilega spennandi afþreying, en morandi af prófarkavillum og þýðingaambögum - líklega myndi ekkert forlag senda frá sér svona vinnu núna. Ég fór á Híbýli vindanna, síðustu sýningu í Borgarleikhúsinu um daginn - það var afar hægfara myndskreyting við bókina. Hún rann reyndar ljúflega ofaní mig en þær vinkonur mínar Elísa og Jórunn voru næstum farnar út í hléi og Jón svili minn sagði að ferðin vestur um haf hefði verið í rauntíma.
Hallgerdur | (0) comments