Hallgerður Gisladottir
Smákökur?
þá spyrja dægrin: hversvegna ertu hér,
hafrekið sprek á annarlegri strönd?
Eldri færslur
Krækjur
Annað
Tala látinna:

online colleges
fimmtudagur, maí 04, 2006
4. maí. Saumaklúbbsdagur, það verður semsé saumaklúbbur í kvöld hjá Helgu Pálínu. Gott fyrir mig, ég er í fitun að læknisráði. Stúlkurnar mínar 13 í Baldýringafélaginu Baugalín eru þvílíkar sælkerlur að það hálfa væri nú nóg. Ég verð að segj að ég hlakka heilmikið til - þrátt fyrir pestir og almenna deyfð og drunga. Var uppi á spítala í morgun, er í vinnunni núna, dragnast þetta svona ojæja ojæja.
Þuríður gat síðustu ljóðagetraun og á heiður skilið fyrir það - hún var nefnilega ekki létt sú.
Hér er ein í tilefni dagsins:
Hver hvarf bjartleit burt úr rann?
Kvæðisheiti og höf. ásamt svari við spurningu takk
Hallgerdur |
Comments:
Það mun hafa verið ein Baugalína sem hvarf bjartleit burt úr ranni Eggerts Ólafssonar hér fyrir margt löngu. Og hann sem unni henni svo eldheitt!
Góða skemmtun í saumklúbbnum í kvöld. Kveðja, Dögg
 
Baugalín er rétt hjá Dögg en það var Stefán Ólafsson sem orti og ljóðið tel ég að heiti Meyjarmissir
 
Skrifa ummæli