Hallgerður Gisladottir
Smákökur?
þá spyrja dægrin: hversvegna ertu hér,
hafrekið sprek á annarlegri strönd?
Eldri færslur
Krækjur
Annað
Tala látinna:

online colleges
föstudagur, maí 05, 2006
Góðan daginn. Dögg áttaði sig á því af sinni alkunnu skerpu að það hlaut að vera baugalína sem hvarf bjartleit burt úr rann. Svo kom Þuríður og bætti um betur og upplýsti að kvæðið er Meyjarmissir eftir Stefán Ólafsson. Til hamingju gáfuðu og glöggu konur!!!!
Ég fór semsagt á vit Baugalína í gærkvöldi en var aðeins lystarlítil og slöpp, það er ekki það sem maður vill vera á Baugalínafundi þar sem allt flýtur í eðalvínum og gæðaréttum. Það var samt gaman og dásamlegt að sjá hvernig hún Helga Pálína (ásamt Gauta auðvitað) er búin að gera híbýli sín - hús listamannsins, augnkonfekt hvert sem litið er. Ég hangi í vinnunni - stefni að því að ná þremur tímum í dag. ER að skrifa um mataræði Íslendinga á 19. öld og gæti sagt ykkur heilmikið um það en ætla að hlífa ykkur við því. Það er ekki heldur neitt sérstakt tilefni til að vera með ljóðagetraun á þessum föstudegi. Eða hvað, muna menn eftir ljóði um föstudag?
Látum við svo búið standa
Hallgerdur |
Comments: Skrifa ummæli