Hallgerður Gisladottir
Smákökur?
þá spyrja dægrin: hversvegna ertu hér,
hafrekið sprek á annarlegri strönd?
Eldri færslur
Krækjur
Annað
Tala látinna:

online colleges
miðvikudagur, maí 10, 2006
Jæja ég hringdi í lækninn minn í gær og sagði honum að það gengi ekki að vera með flensu í hátt á þriðja mánuð. Hann YRÐI bara að gera eitthvað. Læknirinn varð að samþykkja þetta, hingað til hefur hann ætlast til að nýja ónæmiskerfið mitt gerði út um málið. En það er ekki búið að átta sig á því hvað ónæmiskerfi gera þegar fólk fær flensu. Er sumsé komin á sterk fúkkalyf og strax farin að horfa bjartari augum á veröldina. Annars er það helst í fréttum að ég var á jarðarförum bæði í gær og fyrradag að fylgja fólki sem mikil eftirsjá er að. Það er ekki gaman. Athafnirnar voru gerólíkar en báðar mjög glæsilegar. Sú fyrri (Frans Gíslason) var prestlaus (Árni Hjartarson lék prest) en Brecht/Weil söngur og fleira þýskættað af músik, ljóð og minningarorð. Í hinni var enginnn kór en Þórarinn mágur og Kristjana svilkona komu í kórs stað, fluttu Hrísluna og lækinn eftir Pál Ólafsson og Inga T., Ætti ég Hörpu eftir Pétur Sig., Yfir í Fjörður eftir Böðvar og Kvölda tekur. Svo voru þau forsöngvarar í Um dauðans óvissan tíma og Dal einn vænan ég veit, en full Hallgrímskirkja tók undir. Þetta var sungið yfir okkar góðu vinkonu Vallý Jóhannsdóttur sem fór alltof alltof snemma. Allt kom fallega út og var hjartnæmt Síðan ætla ég að fylgja Stefáni Karlssyni handritafræðingi á föstudaginn. Semsagt þrjár jarðarfarir á einni viku. Það er ALGJÖRT met í lífi mínu.
Hér sýnist mér vera tilefni til ljóðagetraunar:
Hverjir eru himnarnir honum yfir?
Hallgerdur |
Comments:
Menn er sakna hins dána eru himnarnir honum yfir.
Ljóðið er eftir Hannes Pétursson, án titils .

Sigurborg
 
Skrifa ummæli