Jæja. Ingunn réði ljóðagetraunina, þetta var reyndar Bjössi á Ingólfi Arnar sem blístraði hvellt og hló. En með fylgdi að hún kynni ekki kvæðið og að brögð væru í tafli. Þetta gengur náttúrulega ekki og Ingunn fær engan kaffibolla fyrir að leita að "blístraði hvellt og hló" á Google. og finna þannig út svarið (hún játaði þetta misferli í eigin persónu í dag, án þess að skammast sín hið minnsta). Þetta þýðir að ég þarf að tékka á leitarvélunum áður en spurningin er látin vaða. Og hér kemur hún:
Hver syngur háfleygan brag um svása meyju?
PS Dagurinn var önaðslegur hjá mér, vona að þið hafið líka notið hans í botn
Hallgerdur |