Hallgerður Gisladottir
Smákökur?
þá spyrja dægrin: hversvegna ertu hér,
hafrekið sprek á annarlegri strönd?
Eldri færslur
Krækjur
Annað
Tala látinna:

online colleges
miðvikudagur, mars 22, 2006
Skoðuðum fleiri bíla í gær Hyundai Santa Fe, Kia, Forrester og fleira. Nú langar okkur í svo sem 2ja - 3ja ára gamlan Kia sportage jeppling með dieselvél - alla hina langar sennilega líka í akkúrat svona bíl amk rjúkaþeir út hvar sem þeir koma inn á sölu og eru hvergi fáanlegir. Þá er bara að setja sig á biðlista á meðan að gengið fellur og fellur...
Fara annars engir hér um sem hafa vit á bílum??? Við hjónin teljumst ekki til sérfræðinga um þetta málefni.
Láum við svo búið standa í dag.
PS biðjiði fyrir gigtinni í vinstri mjöðminni á mér
Hallgerdur | (2) comments
sunnudagur, mars 19, 2006
Sunnudagskvöld - ágætishelgi,hittum kunningjana á Unganum fyrir kvöldmat á föstudag, fórum svo heim og elduðum þorsk í Bernaise og borðuðum ásamt Guðlaugi og Bergi, heimsóttum Baldur og Finnu eftir kvöldmatinn, tókum stöðuna og drukkum afar ljúffengt heimagert vín úr skagfirskum bláberjum og krækiberjum. Mótmæltum allan laugardaginn, fyrst í Háskólabíói á fundi Þjóðarhreyfingarinnar þar sem voru sýndar tvær stuttmyndir um Íraksstríðið. Ég hafði alfarið augun lokuð undir þeirri seinni. Síðan niður á Ingólfstorgi - þar hafði ungliðahópur friðarhreyfingarinnar komið sér upp nýju slagorðasetti Hvað viljum við? Ekki stríð! Hvað viljum við? Bara frið! Hvenær? Núna! Hvenær? Núna? Hvenær, hvenær, hvenær? Núna, núna, núna? Þetta var einskonar samtal kallkóra - ágætt. Við hittum Hjöra og fórum með honum á kaffihús, síðan á bílasölur því að nú er komið að því að yngja upp gamla 94 Wolkswagen golf bílinn okkar sem er alveg að detta sundur. Skoðuðum marga undursamlega jeppa - einn af þeim, ekki alveg nýr og ekki mjög stór mun aka okkur í páskafríið norður í land.
Í dag fór ég með Sigrúnu Huld og við gengum í klukkutíma upp við Elliðavatn eftir löggiltum stígum, þetta var meira en nóg fyrir mig, ég er búin að liggja uppi í sófa með verk í mjöðminni síðan um kvöldmat - og horfa á krónikuna. Við Sigrún ætlum að hringganga vötn við mörk höfuðborgarsvæðisins á næstunni. Við eigum eftir að fara aftur að Elliðavatni, svo tökum við Vífilsstaðavatn, þá Rauðavatn og Ástjörn. Eftir það teljum við að ég geti farið að ganga á fjöll aftur. Guð hvað ég hlakka til!!!
Hallgerdur | (2) comments