Ég er að koma að austan (f. austan er á Norðfirði). Þar hitti ég mömmu og Nonna sem eru bullandi hress, þó að sá gamli verði 95 ára í maí. Sátum með systrum mínum af venju, sögðum sögur af köllum og kellíngum og hlógum að gömlum bröndurum. Í þetta skiptið var óvenju mikið farið með vísur sem allir í fjölskyldunni kunnu en enginn veit hvaðan eru. Hér eru nokkur dæmi um þetta:
Barnið spurði blíða móður sín
hver þar svæfi henni hjá
hringatróðin sagði þá
Enginn nema alfaðirinn góði
Aftur barnið ansa tók
Er þá Guð í prjónabrók?
Bóndinn situr á bæjarstétt
bindur hann reipi, hnýtir hann hnúta
Heyið er upp í sæti sett
konan ætlar að kaupa sér fyrir það klúta
Megnu er ég mótlæti vafin
móðir mín er steindauð og grafin
það var von og þess var til gefið
þegar hún lengur gat ekki étið
Bóndinn stóð uppi á 15 hesta heyi
og hrópaði rogginn yfir slíkum degi
Heilnæmt er loftið hérna uppi og svona
hressandi blær
Er logn á jörðu kona?
Þegar andskotinn hlær
og hann slær sér á lær
dansa púkarnir og djöflast draugarnir
en Sankti Pétur sér rær
Það er nú svona maður minn
mér er svo lagin smíðin fína
mikið helvítis gull var gripurinn
sem gerí ég utanum konu mína
Það var útflúraður andskoti
svo ei verður slíkt úr búðum tekið
og svo var það hundsterkt helvíti
af heilum borðum saman rekið
meira næst .......
Hallgerdur |
(0) comments