Hallgerður Gisladottir
Smákökur?
þá spyrja dægrin: hversvegna ertu hér,
hafrekið sprek á annarlegri strönd?
Eldri færslur
Krækjur
Annað
Tala látinna:

online colleges
fimmtudagur, apríl 27, 2006
Það er bara komið vor og ég fór út að éta gras með Sigrúnu Huld í hádeginu eftir að hafa legið lengi í gufubaði til að reyna að milda kvefpestina sem angrar mig. Við slokuðum í okkur baunaspírum, káli, rauðrófum, alfa-alfa, feta osti og ítalskri sósu ásamt spelt brauði. Tókum okkur góðan tíma í þessa hollustuhegðun, sem fór altso fram á heilsubúllunni Maður lifandi við Borgartún. Þarna gat að líta firnin öll af hraustlegu og fögru fólki, þvílík ógn og býsn að við ætluðum aldrei að komast að. Við tókum góðan tíma í kjaftagang yfir kálinu en gengum svo yfir götuna þar sem kaffihúsið Amokka er. Þar pöntuðum við okkur sterkt kaffi og digra súkkulaðiköku með þeyttum rjóma og eyddum öðrum klukkutíma saman. Sigrún vinkona mín hefur svo brennandi áhuga á öllum mögulegum málefnum að það liggur við að ég öfundi hana, hafandi í bili orðið dálítið til hliðar. En það stendur nú til bóta.
Í tilefni vorsins er hér vorljóðagetraun:

Í gegnum hvað rennur hinn rammi safi frjáls?

(fyrir utan svarið við spurningunni vil ég fá kvæðisheiti og höfund)
Gleðilegt sumar og fáið þið ykkur nú hveitigrassjúss í staðinn fyrir bjór um helgina
Hallgerdur | (2) comments