Góðan daginn. Dögg áttaði sig á því af sinni alkunnu skerpu að það hlaut að vera baugalína sem hvarf bjartleit burt úr rann. Svo kom Þuríður og bætti um betur og upplýsti að kvæðið er Meyjarmissir eftir Stefán Ólafsson. Til hamingju gáfuðu og glöggu konur!!!!
Ég fór semsagt á vit Baugalína í gærkvöldi en var aðeins lystarlítil og slöpp, það er ekki það sem maður vill vera á Baugalínafundi þar sem allt flýtur í eðalvínum og gæðaréttum. Það var samt gaman og dásamlegt að sjá hvernig hún Helga Pálína (ásamt Gauta auðvitað) er búin að gera híbýli sín - hús listamannsins, augnkonfekt hvert sem litið er. Ég hangi í vinnunni - stefni að því að ná þremur tímum í dag. ER að skrifa um mataræði Íslendinga á 19. öld og gæti sagt ykkur heilmikið um það en ætla að hlífa ykkur við því. Það er ekki heldur neitt sérstakt tilefni til að vera með ljóðagetraun á þessum föstudegi. Eða hvað, muna menn eftir ljóði um föstudag?
Látum við svo búið standa
Hallgerdur |
(0) comments
4. maí. Saumaklúbbsdagur, það verður semsé saumaklúbbur í kvöld hjá Helgu Pálínu. Gott fyrir mig, ég er í fitun að læknisráði. Stúlkurnar mínar 13 í Baldýringafélaginu Baugalín eru þvílíkar sælkerlur að það hálfa væri nú nóg. Ég verð að segj að ég hlakka heilmikið til - þrátt fyrir pestir og almenna deyfð og drunga. Var uppi á spítala í morgun, er í vinnunni núna, dragnast þetta svona ojæja ojæja.
Þuríður gat síðustu ljóðagetraun og á heiður skilið fyrir það - hún var nefnilega ekki létt sú.
Hér er ein í tilefni dagsins:
Hver hvarf bjartleit burt úr rann?
Kvæðisheiti og höf. ásamt svari við spurningu takk
Hallgerdur |
(2) comments
Ja hvílíkur morgunn! Og það er fyrsti maí. Sólin skín, fuglarnir syngja og det hele. Klukkan er að nálgast tíu og ég var að ljúka við að baka tvö brauð til að leggja með mér í morgunkaffi herstöðvaandstæðinga í Friðarhúsi. Ég hef farið í 1. maí morgunkaffi Herstöðvaandstæðinga síðan það var fyrst haldið - á Hraunteignum hjá Unni Jóns og Atla Gísla fyrir cirka 25 árum síðan. Þar er alltaf gaman, ákveðin notaleg nostalgía í gangi og nóg með kaffinu. Menn munu syngja "Ísland úrNató og herinn burt" þó að hann sé nú hálfpartinn farinn ræfilstuskan. Það skortir ekki verkefni hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga og Friðarhúsinu á næstunni sýnist mér, burtséð frá skrípaleiknum úti á Velli (einhver sem hafði lent ver út úr bandaríska hernum en Íslendingar sagði á dögunum að það væri ágætt að geyma þennan hluta af honum hér á hjara veraldar, hann gerði þá ekkert af sér á meðan) - nú telur Bush að hann kunni að nýtast betur til sláturverka annars staðar og kann það rétt að vera. En mikið er ánægjulegt að hann skuli vera að fara. Það verður gleði í Friðarhúsi á eftir.
Þóra svaraði auðvitað getrauninni í síðasta bloggi rétt - ef hún er eitthvað hér á ferli er rétt að hafa spurningarnar þungar. Þóra er nefnilega soddan mannvitsbrekka og veit allt um bókmenntir. Verðlaunin eru hrós frá mér: Þú ert frábær eins og venjulega Þóra!!!!
Þá er ein lítil ljóðagetraun í tilefni dagsins:
Hvað er sérhver vopnaþjóð?
Semsagt, svar við spurningunni, kvæðisheiti og höfundur
Gleðilega hátíð!!!
Hallgerdur |
(4) comments